Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Sæll vefstjóri!
Takk fyrir skeytið. Héðan er allt gott að frétta. Margir hafa komið að máli við mig og lýst sig algjörlega sammála þeim CW samskiptaháttum sem við tölum fyrir, þar af nokkrir lykilmenn í IARU...
Því bauð ég fljótlega upp á það á fundi í "ad hoc Working Group" sem sett var í að milda ályktunina, að fella 4 liði aftan af stafliðum okkar og halda bara a), b) og c), sem varða beinlínis K og (AR).  Enginn hefur hreyft mótmælum við liðunum sem ég felldi út, þetta var einfaldlega gert til að milda yfirbragðið og auðvelda vinnu hópsins. Einnig til að flýta fyrir, því við höfðum aðeins 3 korter uns við áttum að vera mættir í boð forseta IARU á 17. hæð í öðru hóteli! Niðurstaða vinnuhóps varð svo þessi:
Recommendation
1.        Considering the established practise in use by the majority of amateur radio operators, IARU Region 1 recommends that well established CW procedures can still be used, in addition to the alternative procedures introduced in the book "Ethics and Procedures for the Radio Amateur" by ON4UN & ON4WW, adopted by the IARU AC.
2.        The recommended CW (and digital mode) operating procedure involves the following:
a)        "K" is invitation to transmit.
b)        A station ending the transmission with "AR" alone is not inviting callers.
c)        "K" is the most common ending of a general "CQ" call.
3.        That maximum publicity should be given, via member societies and other available channels, to this recommendation.
4.        If this recommendation is carried, the Region 1 EC is instructed to bring this result to the IARU AC at the first possible opportunity.

Text of the ad-hoc Working Group; 23 Sept. 2014: 3A2LF, HA5EA, LA4LN, LB3RE, OH2KI, ON7TK, OZ1ADL, SM6JSM, TF3DX, TF3KB.
Þetta fer svo aftur fyrir fund í C3 núna á eftir. Þaðan svo til Final Plenary fyrir hádegi á morgun, fimmtudag. Hengi við kynningu mina frá C3 og mynd af atvikinu.
73, Villi TF3DX

TF3DX talar fyrir sinni tillögu á vinnufundi í Varna

IARU svæðis 1 ráðstefnan er þessa vikuna í VARNA, Búlgaríu

Í dag fimmtudag er síðasti dagur ráðstefnunnar í Varna og vert að kynna sér hvað þar fer fram, þar ráðast áherslumálin fyrir okkur radíóamatöra á komandi árum. Munið að hér neðar er vísun á beina útsendingu frá ráðstefnunni. Það eru breytingar í aðsigi og best væri að sem flestir kæmu að og leggðu til málanna þannig að þróunin verði í takt við það sem við radíóamatörar í heild vijum.

Fyrir ráðstefnunni liggur að fjalla um 100 tillögur sem hafa orðið til á síðustu þremur árum frá síðustu ráðstefnu og hér er vísun á ágæta samtekt um hvað hvert skjal fjallar um. ...í boði Seán Nolan EI7CD.

Klukkan í Varna er þremur tímum á undan okkar klukku, vinnan á ráðstefnunni fer að mestu fram í vinnuhópum og er á síðasta degi í dag miðvikudag. Tillaga TF3DX um notkun Morsemerkja er lögð fram í vinnuhóp C3 sem fundar klukkan 11 UTC í dag. Klukkan 14 að íslenskum tíma hefst bein útsending frá sameiginlegum fundi allra ráðstefnugesta og stendur í klukkutíma.

 

TF3KB er fulltrúi ÍRA á ráðstefnunni en TF3DX og TF3GD eru í Varna á eigin vegum

Bein útsending frá Varna

Samþykktir IARU

 

  • No labels